Segulmögnun minninganna

Tíminn og mennskan gæti verið yfirskrift sýningar Sigurðar Guðjónssonar í BERG Contemporary sem opnaði 2. september síðastliðinn. Þung svört tjöld girða af skarkala götunnar þegar gengið er inn í lokaða veröld listrýmisins þar sem þrjú ný myndbandsverk AV Machine, Tape, Well eru samstillt á þann hátt að náttúru- og tæknihljóð renna saman í ágenga líkamlega návist inni í þykkri dimmunni sem umlykur áhorfendur. Á þessari sýningu leiðir Sigurður okkur lengra inn í rannsókn sína
 á fagurfræði miðlanna, hljóðum þeirra, lit og lögun, sem hann tengir við myndhverfingu vatnsins og umbreytingu þess í rafmagn. Hann hefur sagt skilið við myndfrásögn- ina sem einkennir mörg eldri verk hans og einbeitir sér að mjög ákveðinni eimingu fagurfræðilegra þátta – samspili miðils, efnis og hljóðs - sem áður mátti greina, til að mynda, í verkunum Connection (2012) og Recorder (2010).

Myndbandsverk Sigurðar eru sviðsett á yfirgefnum reitum og oft hefur hann beint sjónum að því sem er jafn umbreytanlegt og vatn (Balance, 2013) eða jafn hverfult og sápukúlur töframannsins í Insight (2011). Hér sækir listamaðurinn enn í yfirgefið iðnaðarumhverfi, aflóga tæki, suð, ryð, og vatn, sem vekur upp sterk lyktarviðbrögð. Á þann hátt vekur hann öll skynfæri: hljóð, lykt og heyrn.

Fegurð vélarinnar hefur lengi verið listamönnum hugleikin. Innilegt
og ástríðufullt samband vélar og manns hefur aldrei verið jafnt sterkt og nú. Distópískur myndheim-
ur Sigurðar rímar við togstreitu mannsins um það hvort hann eigi að samsama sig og elska vélina skilyrðislaust eða rækta mennskuna og þær tilfinningar sem aðgreina hann frá vélinni. Síendurtekin hringformin, seiðmögnuð rafhljóð og vatnsdropar sem falla, vekja
upp draumkennt íhugunarástand, sem gæti átt sér samsvörun innan vísindaskáldskapar og myndmáls kvikmyndanna, andrúmsloft sem minnir jafnt á sorgarviðbrögð Deckards í Bladerunner eða ör- væntingu rússneska kvikmynda- leikstjórans Tarkovskís við að fanga hverfulleika minninganna. Sigurður gerir hljóðminningar sínar sýnilegar, um leið og hann opinberar
a það er ef til vill þetta tilfinninga- samband miðils og manns, tækni
 og mennsku, sem er hið eiginlega inntak verka hans.

Sigurður spinnur hér áfram þráð sem hefur verið undirliggjandi í listsköpun hans og beinist að rótum bernskunnar í myndgerðu sambandi fortíðar og framtíðar. Verkin njóta sín vel í gallerí Berg því þau þurfa vítt til veggja, háskerpu og kyrrð til að áhorfandi fái að njóta þeirra. Hver einasta eining, litur, form, tónn, er slípaður og hnitmiðaður. Hljóð og mynd renna saman á svo grípandi hátt að áhorfandi gleymir þeirri hárnákvæmu tæknivinnu sem liggur að baki svo margþættri sýningu og finnst hann snúa aftur til hellisins heillaður af skuggum liðinna miðla.

Listsköpun Sigurðar á sér samastað meðal framsækinnar vídeólistar, einkum meðal þeirra sem vinna með sértæka eiginleika miðilsins, rannsaka hann á fagurfræðilegan hátt, nánast eins og fornleifa- fræðingar sem lesa efnisheiminn, aflögðu miðlana, sem myndhverfingu jafnt um tímann sem líður og möguleika eða ómöguleika tækjanna til að geyma minningar. Sigurði tekst hér á næman og innilegan hátt að finna listsköpun sinni form sem lýsir þrá hans (og okkar) til að geyma nánd og dulmagn bernskunnar. Um leið skapar hljóðheimur hans opið hugleiðslurými handa áhorfanda og frelsi frá þeirri túlkun sem hér hefur verið reifuð.

Æsa Sigurjónsdóttir, 2012